Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. júlí 2017 09:50
Fótbolti.net
Kvennalandsliðið, Pepsi og halló Akureyri í útvarpinu í dag
Kvennalandsliðið verður til umræðu.
Kvennalandsliðið verður til umræðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson eru komnir heim frá Hollandi og verða með útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er á laugardögum milli 12 og 14.

Evrópumót kvennalandsliða verður til umræðu en Ísland lauk keppni á mótinu án þess að ná í stig. Hvað tekur við í framhaldinu GunnInga Sívertsen, varaformaður KSÍ, mun svara því.

Félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudagskvöld. Hver eru stærstu gluggatíðindin og hvernig fara næstu leikir í Pepsi-deildinni? Magnús Már Einarsson skoðar það.

Strax og þættinum lýkur verður flautað til leiks FH og Leiknis í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Anton Ingi Leifsson, fjölmiðlafulltrúi FH, verður á línunni frá Kaplakrika eftir að byrjunarliðin hafa verið opinberuð. Einnig verður rætt um Evrópuverkefni Íslandsmeistarana.

Halló Akureyri verður á dagskrá. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs Akureyri, verður á línunni en Þórsarar hafa verið að klífa hratt upp Inkasso-deildina eftir erfiða byrjuna. Einnig heyrum við í þjálfara KA, Srdjan Tufegdzic.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner