Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 13. ágúst 2017 16:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
3.deild karla: Kári með stórsigur á KF í toppslagnum
Alexander Már skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum
Alexander Már skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Einn leikur fór fram í 3.deild karla í dag. Káramenn frá Akranesi fóru þá í heimsókn á Ólafsfjörð og heimsóttu þar heimamenn í KF í toppslag 3.deildar.

Káramenn gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir heimamenn. Lokatölur 4-0 fyrir Kára.

Alexander Már Þorláksson átti stórleik fyrir Kára gegn sínum gömlu félögum og setti þrennu.

Hann skoraði fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútu áður en Páll Sindri Einarsson tvöfaldaði forystuna fyrir Kára, fimm mínútum síðar.

Þannig var staðan allt þar til að tvær mínútur eftir en þá skoraði Alexander Már sitt annað mark og hann fullkomnaði svo þrennuna í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu.

Kári er því kominn með 6 stig forystu á toppi deildarinnar en KF situr í öðru sætinu.

KF 0-4 Kári
0-1 Alexander Már Þorláksson ('4)
0-2 Páll Sindri Einarsson ('9)
0-3 Alexander Már Þorláksson ('88)
0-4 Alexander Már Þorláksson ('90, víti)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner