Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 21. ágúst 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Boer: Sakho kostar of mikið fyrir okkur
Sakho er ekki að snúa aftur til Crystal Palace.
Sakho er ekki að snúa aftur til Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Frank de Boer, knattspyrnustjóri Crystal Palace, segir að félagið muni ekki borga þá upphæð sem Liverpool er að biðja um fyrir varnarmanninn sterka Mamadou Sakho.

Sakho spilaði seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Crystal Palace. Hann spilaði þá átta leiki og stóð sig mjög vel.

Sakho er ekki inn í myndinni hjá Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Sakho á enga framtíð hjá Liverpool, en þeir vilja fá 30 milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace sér ekki fram á að geta borgað það.

„Allir vita að hann hafði mikil áhrif á liðið á síðasta tímabili. Hann myndi koma með mikil gæði inn í hópinn ef við gætum fengið hann," sagði De Boer um Sakho í viðtali við The Guardian.

„Ég sé það samt ekki gerast núna (að Crystal Palace sé að fara að kaupa Sakho). Hann kostar of mikið fyrir félagið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner