Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 24. ágúst 2017 09:16
Magnús Már Einarsson
Coutinho íhugar að senda yfirlýsingu
Powerade
Coutinho er fastagestur í slúðurpakkanum.
Coutinho er fastagestur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Messi er orðaður við Manchester City.
Messi er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Vika er í að félagaskiptaglugginn á Englandi loki. Kíkjum á slúður dagsins.



Barcelona er að undirbúa tilboð í Willian (29), kantmann Chelsea. (Times)

Chelsea hefur boðið 35 milljónir punda í Alex Oxlade-Chamberlain (24) leikmann Arsenal. (Telegraph)

Cristiano Ronaldo (32) gæti farið frá Real Madrid áður en félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku. (Manchester Evening News)

Philippe Coutinho (25) er að íhuga að senda frá sér yfirlýsingu til að reyna að losna frá Liverpool. (Yahoo Sports)

Inter hefur óskað eftir að fá Shkodran Mustafi (25) varnarmann Arsenal á láni með möguleika á að kaupa hann á 20 milljónir punda. (Mirror)

Faðir Lionel Messi (30) hefur rætt við forráðamenn Manchester City um að leikmaðurinn komi þangað. (Sun)

Jonny Evans (29), varnarmaður WBA, býst við að ganga í raðir Manchester City á 30 milljónir punda í næstu viku. (Mirror)

West Ham er að skoða Didier Ndong (23) miðjumann Sunderland. Ekkert tilboð er þó á borðinu. (Sunderland Echo)

Stefan Jovetic (27) hefur hafnað boði um að fara frá Inter til Brighton. (Talksport)

PSG er að reyna að fá Pepe Reina (34) markvörð Napoli í sínar raðir. (AS)

Barcelona er nálægt því að fá Angel di Maria (29) frá PSG. (ESPN)

Tottenham er að undirbúa nýtt tilboð í Keita Balde Diao (22) framherja Lazio. Juventus hefur einnig áhuga. (Talksport)

Stoke hefur rætt við Club Brugge um kaup á miðverðinum Bjorn Engels (22) á 8,5 milljónir punda. (Mail)

Everton er tilbúið að berjast við Newcastle um miðjumanninn Dennis Praet (23) frá Sampdoria. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner