Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. september 2017 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þær þýsku komust upp fyrir Ísland með sigri á Tékkum
Mynd: Getty Images
Tékkland 0 - 1 Þýskaland
0-1 Sjálfsmark ('51)

Þýskaland komst upp fyrir Ísland í E-riðlinum fyrir undankeppni HM með naumum sigri á Tékklandi í kvöld.

Eina markið í leiknum var sjálfsmark sem varnarmaður Tékklands skoraði í upphafi seinni hálfleiks.

Fyrir fram er búist við því að Þýskaland vinni riðilinn og baráttan um annað sætið verði á milli Íslands, Tékklands og Slóveníu.

Ísland vann Færeyjar 8-0 í gær, en næsti leikur íslenska liðsins er gegn Þýskalandi í næsta mánuði. Þýskaland er með sex stig, en liðið hefur leikið tvo leiki á meðan Ísland hefur leikið einn.
Athugasemdir
banner
banner
banner