Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. október 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Birkir Már spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Birkir í leiknum gegn Kosóvó á mánudaginn.
Birkir í leiknum gegn Kosóvó á mánudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Firmino skorar á morgun samkvæmt spá Birkis.
Firmino skorar á morgun samkvæmt spá Birkis.
Mynd: Getty Images
BIrkir spáir sigurmarki frá Giroud.
BIrkir spáir sigurmarki frá Giroud.
Mynd: Getty Images
Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Þórs/KA, var með sex rétta þegar hún spáði í spilin fyrir síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Í dag er það landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson sem spáir í leikina en hann hjálpaði íslenska landsliðinu að komast á HM í vikunni.



Liverpool 1 - 1 Man.Utd (11:30 á morgun)
Liverpool verða betra liðið en verða áfram í vandræðum með að nýta færin. Það verður mikill hiti í leikmönnum og við sjáum jafnvel 1 eða 2 rauð. Firmino og Antonio Valencia með mörkin.

Burnley 1 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
West Ham heldur áfram að geta ekki neitt og Jói er ekki enn farinn úr markaskónum og setur winnerinn.

Crystal Palace 0 - 3 Chelsea (14:00 á morgun)
Crystal Palace getur ekki skorað, gera það ekki heldur í þessum leik og hljóta að vera að fara að setja eitthvað heimsmet ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Willian með tvö og Fabregas eitt.

Manchester City 4 - 1 Stoke (14:00 á morgun)
Gulli Gull getur slakað á í sófanum með ískalda kók því að City eru bara einfaldlega alltof góðir til þess að þessi leikur geti mögulega orðið spennandi. Sterling og Jesus setja báðir tvö og Shaqiri skorar fyrir Stoke.

Swansea 3 - 3 Huddersfield (14:00 á morgun)
Ég efast um að margir bíði spenntir eftir þessum leik en öllum að óvörum verður þetta leikur umferðarinnar. Fullt af færum og fullt af mörkum. Ég veit samt ekkert hverjir geta e-ð í þessum liðum þannig að ég set pass á markaskorara en einhver setur þrennu.

Tottenham 5 - 0 Bournemouth (14:00 á morgun)
Harry Kane heldur áfram að vera geggjaður og skorar fjögur. Verthongen bætir síðan við einu eftir horn.

Watford 1 - 2 Arsenal (16:30 á morgun)
Watford kemst yfir snemma í leiknum með marki frá Troy Deeney að sjálfsögðu og Arsenal sækir og sækir restina af leiknum en skora ekki jöfnunarmarkið fyrr en mjög seint þegar Ramsey prjónar sig í gegn. Sigurmarkið skorar Giroud svo í uppbótartíma.

Brighton 0 - 2 Everton (12:30 á sunnudag)
Hlutirnir fara loksins að ganga upp hjá Everton og þeir vinna nokkuð þægilegan sigur. Gylfi er ekki heldur farinn úr markaskónum og setur eitt úr aukaspyrnu og svo bætir jálkurinn Phil Jagielka við einu.

Southampton 0 - 0 Newcastle (15:00 á sunnudag)
Steindautt á St.Marys.

Leicester 3 - 2 WBA (19:00 á mánudag)
Naumur sigur hjá Leicester í jöfnum og skemmtilegum leik. Vardy, Okazaki og Morgan fyrir Leicester og Chris Brunt með bæði fyrir WBA.

Fyrri spámenn:
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner