Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. október 2017 22:05
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Bernardo Silva: Þetta var vítaspyrna
Leikmenn Burnley voru skiljanlega ekki sáttir með vítaspyrnudóminn.
Leikmenn Burnley voru skiljanlega ekki sáttir með vítaspyrnudóminn.
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva var ekki í miklu uppáhaldi hjá Sean Dyche stjóra Burnley eftir leik, Manchester City og Burnley í dag.

Sean Dyche fannst Silva fara mjög auðveldlega niður þegar hann var í baráttu við Nick Pope, Silva fékk vítaspyrnu sem Sergio Aguero skoraði úr og kom Manchester City í 1-0 í fyrri hálfleik.

„Hann snerti mig klárlega, ég fann fyrir því. Ég er ekki búinn að sjá endursýninguna af þessu enn, en ég tel að þetta hafi verið vítaspyrna," sagði Silva.

„Eins og ég sagði, það var snerting og ég snéri á mér öklann, ég fann fyrir sársauka og fyrir mitt leiti þá var þetta alltaf vítaspyrna."

Manchester City sigraði 3-0, og er komið með fimm stiga forystu á Manchester United sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner