Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. október 2017 22:56
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Verðlaunaafhending FIFA hófst á víkingaklappi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verðlaunaafhending FIFA fór fram fyrr í kvöld þar sem ýmis verðlaun voru veitt fyrir bestu leikmenn heims í karla- og kvennaflokkum.

Athöfnin var í beinni útsendingu á RÚV 2 og hófst hún á víkingaklappinu sem íslenska landsliðið gerði heimsfrægt á Evrópumótinu í fyrra.

Fjöllistahópurinn Stomp flutti víkingaklappið og er hægt að sjá myndband af því á vefsíðu RÚV.

Cristiano Ronaldo var valinn besti leikmaðurinn í karlaflokki og Lieke Martens í kvennaflokki. Þá voru þjálfarar þeirra, Zinedine Zidane og Sarina Wiegman, valdir bestu þjálfararnir í hvorum flokki.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner