Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 25. október 2017 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir Guðjóns að ræða við meistarana í Færeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru mjög áhugaverðar pælingar í gangi í færeyskum fjölmiðlum í augnablikinu. In.fo greinir frá því að Heimir Guðjónsson, fyrrum þjálfari FH, sé mögulega að taka við Víkingi Götu.

Víkingur Götu er ríkjandi deildarmeistari í Færeyjum, en deildinni var að ljúka núna í síðustu viku.

Heimir þekkir eitthvað til Víkings Götu, en FH mætti þeim í forkeppni Meistaradeildarinnar síðastaliðið sumar. Leikurinn í Kaplakrika endaði 1-1, en FH vann síðan 2-0 í Færeyjum.

Heimir var rekinn sem þjálfari FH eftir tímabilið síðasta eftir 10 ára starf. Ólafur Kristjánsson var ráðinn í hans stað.

Það er búið að ráða í öll stærstu störfin á Íslandi og Heimir þarf því að leita utan landssteinanna til að fá þjálfarastarf.

Á vef In.fo segir að þjálfari Víkings Götu hafi hætt eftir tímabilið og nú sé Heimir mögulega á leið til Færeyja. Hann á að hafa rætt við Víking Götu, en þetta mun skýrast nánar á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner