Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. nóvember 2017 20:04
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Danmörk: Eggert Gunnþór sigraði Íslendingaslaginn
Eggert Gunnþór var í sigurliði gegn Hannesi
Eggert Gunnþór var í sigurliði gegn Hannesi
Mynd: Getty Images
Boðið var upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Sönderjyske heimsóttu Hannes Þór Halldórsson og félaga hans í Randers.

Báðir voru þeir í byrjunarliðum hjá sínum liðum og spiluðu þeir báðir allan leikinn.

Leikurinn endaði 2-0 fyrir Sönderjyske en mörkin komu í upphafi leiks, og undir lok leiksins.

Eggert Gunnþór nældi sér í gult spjald á 25. mínútu.

Með sigrinum komst Sönderjyske upp í 8. sæti deildarinnar en Randers sitja í 12. sæti og eru í bullandi fallbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner