Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. nóvember 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Messi hrósaði samherjum sínum er hann tók við Gullskónum
Messi var duglegur að skora á síðasta tímabili, líkt og önnur tímabil
Messi var duglegur að skora á síðasta tímabili, líkt og önnur tímabil
Mynd: Getty Images
Argentíski snillingurinn Lionel Messi var auðmjúkur er hann tók við Gullskónum fyrir markahæsta leikmann Evrópu í fjórða sinn.

Messi þakkaði samherjum sínum í Barcelona en hann skoraði 37 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Líkt og áður segir var þetta í fjórða sinn sem hann vinnur Gullskóinn og jafnaði hann Cristiano Ronaldo. Áður hafði Messi orðið markahæstur árin 2010, 2012 og 2013.

„Ég hef alltaf sagt að einstaklingsverðlaun eru unnin af liðum. Ef liðinu gengur vel, erum við heppnir að geta fengið þessi verðlaun," sagði Messi.

„Það er satt að þessi verðlaun tilheyra öllum í liðinu. Án þeirra hefði ég ekki skorað öll þessi mörk á síðasta tímabili."
Athugasemdir
banner
banner