Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. desember 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Úrslitaleikurinn
Nær Breiðablik að skáka Stjörnunni?
Nær Breiðablik að skáka Stjörnunni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur dagsins:
19:00 Stjarnan - Breiðablik (Fífan - SportTv)

Í kvöld verður leikið til úrslita í Bose mótinu sem er fyrsta undirbúningsmót vetrarins. Sex lið úr Pepsi-deildinni hafa spilað í mótinu undanfarnar vikur.

Í dag er svo úrslitaleikurinn! Í honum mætast nágrannarnir Stjarnan og Breiðablik. Leikið verður í Fífunni.

Stjarnan hefur unnið báða leiki sína hingað til, 1-0 gegn FH og gegn Fjölni með sömu markatölu.

Breiðablik gjörsamlega valtaði yfir Víkinga úr Reykjavík 8-1 í fyrsta leik sínum áður en 1-1 jafntefli gegn KR var staðreynd.

Fyrir þá sem komast ekki í Fífunna í kvöld verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á SportTv.

Smelltu hér til að fara á vefsvæði í SportTv.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner