Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. desember 2017 11:01
Hafliði Breiðfjörð
Skráning í Fótboltaskóla Real Madrid er hafin
Mynd: Gaman Ferðir
Mynd: Gaman Ferðir
Núna klukkan 11:00 hófst skráning á www.bolti í Fótboltaskóla Real Madrid á Íslandi en námskeiðið verður haldið í Fífunni í Kópavogi 25-29. mars 2018.

Fótboltaskóli Real Madrid á Íslandi er fyrir knattspyrnukrakka á aldrinum 9-16 ára og er auðvitað bæði fyrir stráka og stelpur.

Daði Rafnsson er skólastjórinn í skólanum en hann hefur mikla reynslu í þjálfun og er búinn að setja saman frábæran hóp af innlendum þjálfurum sem verður þeim þjálfurum Real Madrid sem koma til landsins til halds og trausts.

Real Madrid Fundación er sá hluti Real Madrid sem heldur námskeið fyrir iðkendur, bæði í Madrid og annarsstaðar í heiminum.

Mikill fjöldi barna og ungmenna hafa tekið þátt í þessum námskeiðum síðustu ár en meðal annars hefur Real Madrid Fundación verið með námskeið í Singapore, Englandi, Mexíkó, Singapore, Kanada, Svíþjóð og Danmörku. Nú er loksins komið að þvi að fá þetta besta félagslið í heimi til þess að vera með námskeið hér á Íslandi.

Aðferðafræði Real Madrid byggist á heimsklassa fótboltaþjálfun þar sem hugmyndafræði Real Madrid er í aðalhlutverki. Einnig er börnum og ungmennum á þessum námskeiðum kennt að koma vel fram og þeim hjálpað að tileinka sér forystuhæfileika bæði á vellinum og utan vallar.

Skráning í Fótboltaskóla Real Madrid á Íslandi hófst núna klukkan 11:00. Reiknað er með að færri komist að en vilja og þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá börnin sín sem fyrst á vefsíðunni www.bolti.is. Allir þátttakendur munu fá til eignar Adidas búning, stuttbuxur og fótbolta. Þátttökugjald: 29.900 kr.

Nánari upplýsingar og skráning – www.bolti.is


Athugasemdir
banner
banner
banner