Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. desember 2017 19:30
Magnús Már Einarsson
Jón Orri tekur við Einherja (Staðfest)
Mynd: Einherji
Ungmennafélagið Einherji, Vopnafirði, hefur ráðið Jón Orra Ólafsson sem þjálfara meistaraflokks karla.

Einherji endaði í 6. sæti í 3. deildinni í sumar en Víglundur Páll Einarsson hætti sem þjálfari liðsins eftir tímabilið.

Jón Orri er uppalinn Framari og á að baki 72 leiki með Fram í bikar, úrvals- og 1. deild.

Hann lék 44 leiki fyrir Einherja árin 2012-2014 en hefur nú þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla.

„Einherjamönnum er það fagnaðarefni að hafa ráðið Jón Orra til félagsins," segir í tilkynningu frá Einherja.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner