Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. janúar 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Turkalj ekki áfram hjá KA
Vedran Turkalj fagnar marki í fyrraþ
Vedran Turkalj fagnar marki í fyrraþ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatíski varnarmaðurinn Vedran Turkalj verður ekki áfram hjá KA á næsta tímabili.

Turkalj kom til KA í júlí í fyrra eftir að Guðmann Þórisson meiddist. Hann skoraði síðan eitt mark í tíu leikjum í Pepsi-deildinni.

Eftir að KA krækti í varnarmanninn Hallgrím Jónasson á dögunum varð ljóst að Turkalj verður ekki áfram hjá félaginu.

Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fótbolta.net.

KA er ennþá í viðræðum við serbneska vinstri bakvörðinn Darko Bulatovic um nýjan samning. Darko skoraði eitt mark í átján leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra en liðið endaði í sjöunda sæti.

Sjá einnig:
Sævar Péturs: Mögulegt að KA fái Gambíumenn
Athugasemdir
banner
banner
banner