Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. febrúar 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaður í liði Njarðvíkur tæpur fyrir byrjun móts
Styrmir Gauti Fjeldsted.
Styrmir Gauti Fjeldsted.
Mynd: Raggi Óla
Styrmir Gauti Fjeldsted, leikmaður Njarðvíkur er tæpur fyrir byrjun Íslandsmótsins eftir að hafa meiðst á æfingu liðsins.

„Styrmir Gauti Fjeldsted meiddist á æfingu fyrir rúmri viku og nú er komið í ljós að innra liðband á hnénu hjá honum er slitið en allt annað heilt. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort hann fari í aðgerð eða þetta verði látið gróa að sjálfu sér," segir á vefsíðu Njarðvíkur.

Styrmir verður frá keppni í átta til 12 vikur.

Það eru 10 vikur í fyrsta leik Njarðvíkur í Inkasso-deildinni og ljóst er að Styrmir verður í kapphlaupi við tímann að ná honum. Fyrsti leikur Njarðvíkur verður á heimavelli gegn Þrótti R.

Styrmir spilaði alla 22 leiki Njarðvíkur í 2. deildinni síðasta sumar er liðið valtaði yfir hana og komst upp í Inkasso-deildina.

Á vefsíðu Njarðvíkur segir einnig að Magnús Þór Magnússon, annar lykilmaður frá því í fyrrasumar, sé að ná sér eftir að hafa farið í aðgerð vegna kviðslits. Magnús Þór kláraði nám í Bandaríkjunum fyrir jólin og er kominn heim. Hann hefur æfingar fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner