Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. febrúar 2018 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Schmeichel hélt að Lambert væri leikmaður Leicester
Paul Lambert kann vel við sig í bláu.
Paul Lambert kann vel við sig í bláu.
Mynd: Getty Images
Leicester City og Stoke City mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem niðurstaðan var 1-1 jafntefli.

Paul Lambert stjóri Stoke City mætti bláklæddur á hliðarlínuna sem virðist hafa truflað Kasper Schmeichel markvörð Leicester.

Eins og flestir vita þá leikur Leicester liðið í bláum búningum og það kom fyrir tvisvar að Schmeichel sparkaði boltanum útaf vellinum þegar hann sendi boltann í átt að Paul Lambert sem að hann taldi vera leikmann Leicester.

Þegar tæpar 70. mínútur voru liðnar af leiknum var Lambert beðin um að fara úr blá jakkanum sínum. Lambert tjáði sig um þetta atvik eftir leikinn.

„Það voru liðnar um 70. mínútur af leiknum þegar þetta kom upp, ég veit ekki hver ástæðan var fyrir þessu þetta var skrýtið, mjög skrýtið. Ég bara skil ekki hvað gerðist."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner