Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 27. maí 2018 20:26
Mist Rúnarsdóttir
Andrea Mist: Voða sjúskaðar í fyrri hálfleik
Andrea Mist var frábær á miðjunni hjá Þór/KA í dag
Andrea Mist var frábær á miðjunni hjá Þór/KA í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við byrjuðum ekkert rosalega vel. Við vorum eitthvað voða sjúskaðar þarna í fyrri hálfleik en við settum tvö góð mörk sem gaf okkur kraft inn í seinni hálfleik,“ sagði Andrea Mist Pálsdóttir sem átti virkilega góðan leik á miðjunni hjá Íslandsmeisturum Þórs/KA þegar þær sóttu 3 stig í Kaplakrika fyrr í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Þór/KA

FH lét gestina hafa fyrir hlutunum í fyrri hálfleik og það var hart barist og tekist á í leiknum. Andrea Mist kann vel við sig í svoleiðis leikjum.

„FH voru bara gríðarlega sterkar. Þær komu sterkar til leiks og það var mikil barátta í þeim.“

„Það eru skemmtilegustu leikirnir. Það er gott að hafa smá baráttu og hafa leikinn svolítið tense. Það gerir þetta skemmtilegra.“

Þór/KA tók völdin á vellinum í síðari hálfleik og bætti við tveimur mörkum. Andrea Mist komst á blað með afar sérstöku marki en hún náði einhvernveginn að koma boltanum í markið og standa í lappirnar eftir að keyrt var inn í hliðina á henni. Hvað gerðist eiginlega í markinu?

„Ég veit það ekki einu sinni! Ég bara sneri mér í hringi og sá ekki að boltinn væri inni. En ég er rosalega glöð að hafa skorað mitt fyrsta mark á þessu seasoni.“

Þór/KA er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm umferðirnar og byrjar mótið af miklum krafti. Aðspurð um það hvort eitthvað lið gæti stöðvað Íslandsmeistarana svaraði Andrea Mist ákveðin:

„Nei. Það er ekki svoleiðis. Eins og Donni hefur sagt í öllum viðtölum þá ætlum við að vinna alla leiki í sumar.“

Nánar er rætt við miðjumanninn knáa í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner