Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. júlí 2016 13:37
Þorsteinn Haukur Harðarson
Neymar framlengir við Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur staðfest að Neymar hafi samþykkt nýjan samning við félagið.

Samningurinn er til fimm ára og Neymar mun því að öllu óbreyttu leika með Börsungum til ársins 2021.

PSG og Man. Utd eru á meðal liða sem voru sögð hafa áhuga á leikmanninum en í nýjum samningi er klásúla sem segir að hann verði falur fyrir 250 milljónir evra.

Á þremur tímabilum með Barcelona hefur Neymar notið mikillar velgengni en hann hefur skorað 85 mörk og unnið átta bikara með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner