Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 02. apríl 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Visir 
Asprilla gaf flugmanninum tóma flösku til að pissa í
Asprilla er 45 ára gamall.
Asprilla er 45 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Faustino Asprilla, sem skoraði 20 mörk í 57 leikjum fyrir kólumbíska landsliðið, fór í flug frá Moskvu og ákvað að koma í veg fyrir mögulegan harmleik með því að gefa flugmanninum tóma flösku.

Flaskan er til þess að flugmaðurinn þurfi ekki að yfirgefa stjórnklefann til að fara á klósettið og eiga þá hættu á því að læsast úti, eins og gerðist í flugi Germanwings á dögunum.

Flugmaðurinn yfirgaf þá stjórnklefann til að fara að pissa en aðstoðarflugmaðurinn læsti hann úti og brotlenti vélinni.

,,Ég bannaði flugmanninum að fara á klósettið og gaf honum flösku til að pissa í," birti Asprilla með mynd af sér á Instagram.

,,Ef hann fer á salernið þá mun geðsjúklingurinn sem er með honum í klefanum hrapa vélinni. Það vita allir."
Athugasemdir
banner
banner
banner