Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. ágúst 2015 15:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Boateng segir Wolfsburg ekki hafa átt sigurinn skilið
Jerome Boateng, leikmaður Bayern.
Jerome Boateng, leikmaður Bayern.
Mynd: Getty Images
Jerome Boateng, leikmaður Bayern Munchen segir að liðið hafi ekki átt skilið að tapa gegn Wolfsburg í úrslitaleik ofurbikarsins í Þýskalandi.

Varnarmaðurinn skaut í slá í fyrri hálfleik en Arjen Robben kom Bayern yfir. Nicklas Bendtner jafnaði hins vegar fyrir Wolfsburg í uppbótartíma en Wolfsburg vann síðan í vítaspyrnukeppni.

„Við eigum ekki að fá mörk á okkur á svona tíma," sagði Boateng.

„Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við vorum klárlega betra liðið. Við sköpuðum betri færi en ef þú skorar ekki þá getur þetta gerst."

„Það er ekki hægt að segja að Wolfsburg voru betri því þeir unnu í vítaspyrnukeppni."
Athugasemdir
banner
banner