Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. september 2015 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Jose Enrique ætlar að berjast fyrir sæti sínu
Jose Enrique verður áfram hjá Liverpool út árið.
Jose Enrique verður áfram hjá Liverpool út árið.
Mynd: Getty Images
Jose Enrique, bakvörður Liverpool, segist vera ánægður hjá félaginu og ætlar að berjast fyrir sæti sínu á Anfield.

Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers setti Enrique út í kuldann fyrir tímabilið og þar er Spánverjinn ennþá. Hann þurfti að æfa einn með þeim Mario Balotelli og Fabio Borini, sem báðir hafa verið seldir.

West Brom var sagt hafa áhuga á leikmanninum en hann neitar því að tilboð hafi borist.

„Ég vil bara láta ykkur vita að það kom ekkert tilboð frá West Brom í mig," skrifaði Enrique á Twitter.

„Ég er ánægður með að vera hér áfram og berjast fyrir sæti mínu."

Að því sögðu lokaði Enrique svo aðgangi sínum á samfélagsmiðlunum Twitter og Instagram, að eigin sögn til að einbeita sér að fótboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner