Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. september 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Keylor Navas í uppnámi - Fær frí frá landsliði Kosta Ríka
Keylor Navas hefur gengið í gegnum margt undanfarna daga.
Keylor Navas hefur gengið í gegnum margt undanfarna daga.
Mynd: Getty Images
Keylor Navas, markvörður Real Madrid, hefur fengið leyfi frá knattspyrnusambandi Kosta Ríka til að taka sér frí frá landsliðinu vegna atburðarrásar undanfarinna daga.

Síðustu 72 klukkustundir hafa verið afdrifaríkar fyrir Navas. Hann byrjaði tímabilið sem aðalmarkvörður Real Madrid en skyndilega var hann á leið til Manchester United í skiptum fyrir David de Gea.

Félagaskiptin fóru hins vegar í vaskinn vegna klúðurs með pappírsvinnu og Navas verður því áfram á Santiago Bernabeu. Hann ku hins vegar vera í miklu uppnámi yfir því að Real Madrid hafi viljað losna við hann. Ákvað knattspyrnusamband Kosta Ríka því að gefa honum frí til að átta sig á hlutunum.

Faðir markvarðarins, Freddy Navas, er allt annað en sáttur við meðferðina sem sonur hans hefur fengið í spænsku höfuðborginni. Sagði hann á dögunum að spænskir fjölmiðlar vildu einungis hafa spænskan markvörð á milli stanganna hjá Real Madrid, jafnvel þó þeir vissu að Navas væri besti kostur.
Athugasemdir
banner
banner
banner