Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 03. maí 2015 16:03
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið ÍA og Stjörnunnar: Veigar og Garðar á bekknum
Ólafur Ingi Guðmundsson skrifar frá Akranesi:
Veigar byrjar á bekknum.
Veigar byrjar á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar er á sínum stað í liði ÍA.
Garðar er á sínum stað í liði ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu leikir Pepsi-deildarinnar fara af stað klukkan 17:00 og eru að sjálfsögðu báðir í beinum textalýsingum hjá okkur. Íslandsmeistarar Stjörnunnar heimsækja nýliða ÍA og í Grafarvogi mætast Fjölnir og ÍBV.

Beinar textalýsingar:
17:00 ÍA - Stjarnan
17:00 Fjölnir - ÍBV

Arsenij Buinickij og Garðar Gunnlaugsson eru saman í fremstu víglínu Skagamanna. Hinn ungi Albert Hafsteinsson byrjar á miðjunni og Þórður Þorsteinn Þórðarson í hægri bakverði.

Veikindi og meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Stjörnunnar en Íslandsmeistararnir búa yfir mikilli breidd og karakter.

Framherjarnir reyndu Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson byrja báðir á bekknum hjá Stjörnunni. Jeppe Hansen er í fremstu víglínu og hinn ungi Heiðar Ægisson byrjar í hægri bakverði.

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson
5. Ármann Smári Björnsson
9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson
10. Jón Vilhelm Ákason
11. Arnar Már Guðjónsson
13. Arsenij Buinickij
16. Þórður Þorsteinn Þórðarson
18. Albert Hafsteinsson
27. Darren Lough
31. Marko Andelkovic

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Pablo Oshan Punyed Dubon
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
12. Heiðar Ægisson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
19. Jeppe Hansen
23. Halldór Orri Björnsson

Beinar textalýsingar:
17:00 ÍA - Stjarnan
17:00 Fjölnir - ÍBV





Athugasemdir
banner
banner
banner