Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. maí 2015 08:45
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Bubbi Morthens syngur FH-lag í FH treyju
Bubbi Morthens
Bubbi Morthens
Mynd: Wikipedia
Fólk rak upp stór augu er það mætti í veislu Orra Þórðarsonar, þjálfara kvennaliðs FH og yfirþjálfara í yngri flokkum FH, í gær, en ástsæli söngvarinn, Bubbi Morthens, var mættur í treyju FH með gítar við hönd til að skemmta fólki.

Bubbi, sem hefur verið einn vinsælasti söngvari Íslands undanfarna áratugi, söng og samdi KR-lagið fræga „Við erum KRʽʽ.

Hann er yfirlýstur KR-ingur og þótti því mörgum furðulegt að sjálfur Bubbi Morthens væri mættur á laugardagskvöldi í Kaplakrika í FH-treyju að syngja frumsamið FH-lag.

FH og KR mætast í hörkuslag á mánudaginn í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar, en hér fyrir neðan má sjá bút úr viðtali við Bubba sem kom í Monitor árið 2011.

„Já, ég er gler­h­arður KR-ing­ur. Í apríl var hringt í mig frá ein­hverri síðu um fót­bolta og ég var spurður út í KR. Ég var spurður hvar við mynd­um enda í lok Íslands­móts og ég sagði að við yrðum Íslands­meist­ar­ar. Þá bað hann mig um að end­ur­taka þetta, spurði hvort hann mætti hafa þetta eft­ir mér og ég svaraði að sjálf­sögðu ját­andi og ég negldi þetta,“ sagði Bubbi við Monitor.

„Ég flutti á Hring­braut­ina árið 1974 og ég var nátt­úr­lega fík­ill og var ein­hvern tím­ann að reykja, hafði verið harður Þrótt­ari fram að þessu, en þvæld­ist á KR-völl­inn. Svo fannst mér það svo al­deil­is skemmti­legt og fór aft­ur og hægt og ró­lega varð ég KR-ing­ur. Ég endaði með að keppa fyr­ir KR í lyft­ing­um en ég er ekki fædd­ur KR-ing­ur held­ur ánetjaður KR-ing­ur,“ sagði hann að lokum.

No words#bubbimothensíFHtreyjuaðsyngjaFHlag

Posted by Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir on Saturday, May 2, 2015

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner