Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. maí 2015 16:32
Arnar Geir Halldórsson
Terry: Ég lifi fyrir þetta
Mynd: Getty Images
John Terry leiddi lið sitt til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið en Chelsea tryggði sér titilinn með 1-0 sigri á Crystal Palace í dag.

„Þetta er ótrúleg tilfinning. Við höfum lagt svo hart að okkur. Að sigla þessu í höfn er frábært. Þetta var taugatrekkjandi. Þeir eru með gott lið og gerðu okkur erfitt fyrir. Sem betur fer náði Eden að skora og við unnum leikinn".

Terry nýtti tækifærið og skaut föstum skotum á Rafa Benitez, fyrrum stjóra Chelsea. Benitez vildi meina að aldurinn væri farinn að hafa áhrif á frammistöðu Terry en Terry hefur spilað alla leiki Chelsea á þessu tímabili.

„Það var einn maður, og hann veit hver hann er, sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku. Ég afsannaði það".

Þetta er fjórði Englandsmeistaratitill Terry en sá fyrsti síðan 2010. Hann er því ansi kærkominn.

„Við höfum frábæra leikmenn og frábæran þjálfara. Ég lifi fyrir þetta. Það eru fimm ár síðan við unnum titilinn síðast. Fyrsti var virkilega sérstakur en svo ferðu í gegnum nokkur ár án titils og það er mjög sárt. Þess vegna er þetta mjög sætt í dag", sagði fyrirliði meistaraliðsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner