Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   fim 03. september 2015 22:18
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Hannes: Gaman að geta troðið sokk upp í þá
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson átti magnaðan leik í marki íslenska landsliðsins þegar liðið vann ótrúlegan 1-0 sigur gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Ísland hirti stigin þrjú af Amsterdam Arena með flottri frammistöðu og Hannes varði allt sem Hollendingar hentu í hann.

Lestu um leikinn: Holland 0 -  1 Ísland

„Þessi leikur er á topp þrjú alveg pottþétt, og kannski númer eitt. Ég held að þetta sé eitt stærsta kvöldið í íslenskri fótboltasögu og algerlega stórkostleg stund að vinna Holland og halda hreinu fyrir framan 3.000 stuðningsmenn, þetta er sturlun," sagði Hannes við Fótbolta.net.

„Auðvitað erum við í frábærri stöðu og það þarf stórslys til að við förum ekki á EM. Þannig að við erum komnir með níu og hálfan putta á þetta myndi ég segja en nú verðum við að halda okkur á jörðinni og halda fókus og klára þetta á sunnudaginn."

Það verður ekki leiðinlegt fyrir Hannes að mæta aftur á æfingar með NEC Nijmegen, liði sínu í Hollandi, þegar landsleikjahléi lýkur.

„Það verður vægast sagt skemmtilegt. Þetta var smá extra plús fyrir mig að ná að vinna Holland og halda hreinu verandi spilandi í deildinni. Það er hrikalega ljúft. Þeir voru sigurvissir og það er gaman að geta troðið sokk upp í þá," sagði Hannes.





Athugasemdir
banner
banner