Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 03. október 2015 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Advocaat: Get ekki sagt hver stýrir liðinu í næsta leik
Mynd: Getty Images
Flestir telja Dick Advocaat, knattspyrnustjóra Sunderland, vera á leið frá félaginu á næstu dögum en hann vildi ekkert tjá sig um málið eftir leik liðsins gegn West Ham.

Sunderland komst tveimur mörkum yfir í leiknum en missti mann af velli og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Þetta er þriðja stig Sunderland í átta fyrstu leikjum tímabilsins og er liðið á botni deildarinnar ásamt Newcastle, sem tapaði 6-1 í dag.

„Ég vil ekki svara þessu. Í dag er ég stjóri félagsins, ég get ekki sagt til um hvað gerist á næstu vikum eða mánuðum," sagði Advocaat eftir jafnteflið.

„Ég vil ekki svara því hvort ég verði áfram eða ekki. Ég get ekki sagt hver stýrir liðinu í næsta leik."

Sett var pressa á Advocaat og hann spurður aftur af fjölmiðlamönnum en hann lét ekki bugast.

„Ég get ekki svarað þessu, blöðin verða að hafa eitthvað til að skrifa um."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner