Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 03. október 2015 20:15
Fótbolti.net
Hófið - Fréttapunktar og mörk lokaumferðarinnar
Upphitun þarf ekki að vera leiðinleg.
Upphitun þarf ekki að vera leiðinleg.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Silja Úlfarsdóttir lét Patrick Pedersen fá gullskóinn.
Silja Úlfarsdóttir lét Patrick Pedersen fá gullskóinn.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það var ekki mikil spenna í lokaumferð Pepsi-deildarinnar sem fram fór í dag enda voru úrslit deildarinnar ráðin fyrir leikina. Við tökum lokahóf umferðarinnar með breyttu sniði að þessu sinni og tókum við saman helstu fréttapunkta. Ekki liðið er þó á sínum stað.

- Stjarnan náði að ljúka tímabilinu á heldur betur jákvæðum nótum. Liðið vann Val og endaði í fjórða sætinu. Valsmenn vígðu nýtt gervigras en Stjarnan stal senunni á vígslunni.

- Patrick Pedersen endaði sem markakóngur deildarinnar. Jonathan Glenn nældi sér í silfurskóinn.

- Breiðablik vann 2-0 útisigur gegn Fjölni svo Grafarvogsliðið náði ekki því markmiði að bæta besta árangur sinn. Blikar settu þó félagsmet í stigasöfnun og enduðu tímabilið með aðeins 13 mörk fengin á sig. Magnaður árangur hjá Gunnleifi og félögum.

- Jonathan Glenn byrjar næsta tímabil í banni þar sem hann fékk rautt gegn Fjölni. Ekki er þó víst hvort hann verði áfram hér á landi. Arnar Grétarsson fékk einnig brottvísun og verður í banni í fyrsta leik næsta tímabils.

- Skagamenn stóðu sig vel í sumar og enduðu á sigri í Vestmannaeyjum. Eyjamenn þurfa að leita að þjálfara fyrir næsta sumar þar sem ljóst er að Jóhannes Harðarson snýr ekki aftur og Ásmundur Arnarsson ákvað að halda ekki áfram.

- Fylkismenn kynntu nýtt nafn á heimavelli sínum. Floridana-völlurinn er þegar orðinn að vígi því Árbæingar unnu Íslandsmeistara FH sem virkuðu ekki mjög áhugasamir í leiknum.

- Keflavík vann 3-2 sigur í viðureign föllnu liðanna. Leiknismenn enduðu mótið illa og eftir leik sagði Freyr Alexandersson að hann og Davíð Snorri Jónasson væru búnir að ákveða að láta af störfum sem þjálfarar Breiðhyltinga.

- Þrír dómarar dæmdu í fyrsta sinn í efstu deild. Hæstu einkunnina af þeim fékk Leiknir Ágústsson sem flautaði leik KR og Víkings, leik sem KR vann 5-2. Leiknir fékk 9 frá fréttaritara okkar og er dómari umferðarinnar.

- Gary Martin var valinn leikmaður umferðarinnar en hann skoraði tvívegis fyrir KR. Eftir leik sagði hann óvíst hvort hann myndi vera áfram hjá liðinu en hann er ósáttur við hlutverk sitt í liðinu.

EKKI lið umferðarinnar:


Sjáðu mörk umferðarinnar í þessum tveimur myndböndum hér að neðan:




Brot af #Fotboltinet á Twitter:
















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner