Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 04. ágúst 2015 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Norðurlandaliðin naumlega úr leik
Vegard Forren fékk rautt spjald gegn Zagreb.
Vegard Forren fékk rautt spjald gegn Zagreb.
Mynd: Getty Images
Norsku meistararnir í Molde eru dottnir úr undankeppni Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan leik við Króatíumeistara Dinamo Zagreb, sem hafa unnið króatísku deildina tíu ár í röð.

Fyrri viðureign liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Króatíu en síðari leiknum var að ljúka í Noregi þar sem heimamenn fengu eitt rautt spjald, klúðruðu tveimur vítaspyrnum og lentu þremur mörkum undir en náðu samt að jafna og komust nálægt því að gera sigurmark.

Danirnir í Midtjylland voru talsvert óheppnari heldur en norsku frændurnir. Mið-Jótlendingar voru með talsverða yfirburði bæði á heima- og útivelli gegn kýpverska liðinu APOEL.

Þrátt fyrir yfirburði Midtjylannd hafði APOEL betur í Danmörku, með tveimur mörkum gegn einu, og tókst Dönunum svo aðeins að skora eitt mark, í tíu tilraunum, á útivelli.

Það er því ljóst að ekkert lið frá Norðurlöndunum verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár.

Molde 3 - 3 Dinamo Zagreb (4-4 samanlagt)
0-1 Marko Pjaca ('17 )
0-2 Arijan Ademi ('20 )
0-3 Marko Rog ('22 )
1-3 Etzaz Hussain ('43 )
2-3 Mohamed Elyounoussi ('52 , víti)
3-3 Ola Kamara ('75 )
Rautt spjald:Vegard Forren, Molde ('72)

APOEL 0 - 1 Midtjylland (2-2 samanlagt)
0-1 Erik Sviatchenko ('3 )
Rautt spjald:Vinicius, APOEL ('30)
Athugasemdir
banner
banner