Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. desember 2016 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Juventus búið að vinna 24 heimaleiki í röð - Nálgast eigið met
Alvöru heimavöllur
Alvöru heimavöllur
Mynd: Getty Images
Juventus vann öruggan 3-1 sigur á Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í gær og er því með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.

Juventus hefur nú unnið 24 heimaleiki í röð þar sem liðið hefur ekki misstigið sig á heimavelli síðan það gerði jafntefli við Frosinone þann 23.september árið 2015.

Metið í Serie A er að vinna 25 heimaleiki í röð en það var einmitt sett af Juventus fyrir ekki svo löngu síðan.

Juventus vann nefnilega 25 heimaleiki í röð frá 31.ágúst 2013-30.nóvember 2014.

Það verður þó ekki hlaupið að því að jafna metið því næsti heimaleikur Juventus er á móti sterku liði AS Roma sem er í öðru sæti Serie A.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner