Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. desember 2016 15:52
Arnar Geir Halldórsson
Klopp: Ef við lærum af þessu er þetta í lagi
Klopp stappar stálinu í Loris Karius
Klopp stappar stálinu í Loris Karius
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum vonsvikinn eftir að hafa séð sína menn glutra niður tveggja marka forystu og tapa fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann segir úrslit leiksins hafa verið sanngjörn og Liverpool hafi gefið leikinn frá sér.

„Ég verð að byrja á að segja að þetta var verðskuldaður sigur Bournemouth. Þeir sýndu alvöru baráttu. Við gefum leikinn frá okkur á erfiðum tíma. Við opnum dyrnar fyrir þeim og þeir ganga inn og loka leiknum með nokkrum frábærum mörkum. Þeir eiga þetta skilið,"

„Jafnvel þó við séum komnir í 2-0 verðum við að halda áfram að spila fótbolta. Við missum leikinn úr okkar höndum af því að við hættum því,"
segir Klopp.

Þjóðverjinn litríki er sannfærður um að þetta tap muni kenna liðsmönnum Liverpool mikilvæga lexíu.

„Ef við lærum af þessu er þetta allt í lagi. Leikurinn er ekki búinn þó staðan sé 2-1 eða 3-0. Við verðum að læra af þessu. Okkur líður ekki vel núna en stundum þarftu á svona skell að halda. Að sjálfsögðu getur þetta hjálpað okkur."

„Þetta eru þrjú stig og ekkert meira. Svona hlutir gerast. Það verður enginn meistari í desember og það fellur heldur enginn í desember. Grunnatriðin eru í lagi hjá okkur en við verðum að nýta gæðin í okkar liði betur,"
segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner