Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. desember 2016 15:15
Arnar Geir Halldórsson
Koeman: Ég naut þess að vinna með Zlatan
Koeman og Zlatan fara yfir málin fyrir nokkrum árum
Koeman og Zlatan fara yfir málin fyrir nokkrum árum
Mynd: Getty Images
Það verða endurfundir á Goodison Park í dag þegar Zlatan Ibrahimovic og félagar í Man Utd heimsækja lærisveina Ronald Koeman í Everton.

Koeman og Zlatan þekkjast frá fornu fari því Koeman var knattspyrnustjóri Ajax þegar Zlatan gekk í raðir hollenska stórveldisins árið 2001.

„Þetta var góður tími. Þó hann væri bara 19 ára gastu séð hvaða hæfileikum hann var gæddur,"

„Hann hefur átt einn farsælasta feril sem hugsast getur. Hann vinnur titla á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. Hann er vissulega á lokametrunum á sínum ferli en hann er enn mjög einbeittur. Hann er kraftmikill leikmaður sem skorar mörk."

„Hann má vera mjög stoltur af því sem hann hefur afrekað. Þú vilt hafa þessa týpu af leikmanni í þínu liði því hann hefur magnaðan persónuleika og óumdeild gæði,"
segir Koeman.

Zlatan er ekki allra og þegar hann var yngri var oft á tíðum talað um hann sem vandræðagemsa. Koeman segist hafa notið þess að vinna með honum.

„Það var notalegt að vinna með honum því við sáum strax það sem hann átti síðar eftir að sýna heimsbyggðinni. Hann var ungur og stundum var erfitt að eiga við hann en ég naut þess að vinna með honum," segir Koeman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner