Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 04. desember 2017 22:43
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Páll ánægður með mannskapinn
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Rúnar Páll Sigmundsson var ánægður eftir sigur Stjörnunnar gegn Fjölni í Bose mótinu í kvöld.

Stjarnan vann riðilinn með sigrinum og mætir Breiðabliki í úrslitum.

„Við vorum að spila svolítið öðruvísi og mér fannst það ganga vel fyrsta hálftímann. Við vorum að prófa að vera með tígulmiðju og standa hátt upp með bakverðina. Það var ágætt, við fengum fín pressumóment og fullt af frambærilegum sóknum í fyrri hálfleik." sagði Rúnar að leikslokum.

„Við nýttum sóknirnar ekki nógu vel, vantaði aðeins meiri gæði þar. Þetta eru ekki miklar breytingar, í staðinn fyrir að vera með bakverði ertu með kantmenn."

Rúnar Páll segist vera ánægður með mannskapinn hjá Stjörnunni en býst ekki við að halda markverðinum Sveini Sigurði Jóhannessyni, sem stefnir á að fara erlendis í nám.

„Við erum nánast með sama mannskap og í fyrra. Þó það hafi tveir farið þá erum við búnir að fá tvo inn. Annar þeirra meiddist og við sjáum ekki fram á að hann verði með fyrr en langt inná sumarið.

„Við erum rólegir og ætlum að gera þennan mannskap sem við erum með betri. Við erum með hörkumannskap og teljum okkur vera með mikla samkeppni í okkar liði. Það eru ungir strákar að koma upp sem setja svolítið skemmtilega vídd í þetta.

„Ég held að Svenni sé að fara erlendis í nám en ég hef ekki heyrt í honum."

Athugasemdir
banner