Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. maí 2018 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Stoke fallið úr úrvalsdeildinni (Staðfest)
Tíu ára veru Stoke í ensku úrvalsdeildinni lokið
Stoke er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Hér má sjá niðurlútan Paul Lambert, stjóra Stoke.
Stoke er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Hér má sjá niðurlútan Paul Lambert, stjóra Stoke.
Mynd: Getty Images
James McArthur jafnar hér metin fyrir Palace sem átti eftir að bæta öðru marki við og vinna leikinn.
James McArthur jafnar hér metin fyrir Palace sem átti eftir að bæta öðru marki við og vinna leikinn.
Mynd: Getty Images
Stoke kveður ensku úrvalsdeildina eftir að hafa verið í henni frá 2008.
Stoke kveður ensku úrvalsdeildina eftir að hafa verið í henni frá 2008.
Mynd: Getty Images
Stoke City 1 - 2 Crystal Palace
1-0 Xherdan Shaqiri ('43 )
1-1 James McArthur ('68 )
1-2 Patrick van Aanholt ('86)

Stoke er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið í deildinni samfleytt frá 2008, í tíu ár.

Stoke fékk Crystal Palace í heimsókn í hádegisleiknum núna áðan. Stoke mátti ekki við miklu öðru, eiginlega engu öðru, en sigri í þessum leik en ætlunarverkið tókst ekki.

Xherdan Shaqiri kom reyndar Stoke yfir á 43. mínútu, markamínútunni, með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Bet365 völlurinn gladdist fram yfir hálfleik.

Um miðjan seinni hálfleikinn jafnaði hins vegar Palace metin eftir vel útfærða skyndisókn. Þar var að verki James McArthur, 1-1.

Á 86. mínútu skoraði Palace aftur eftir skyndisókn og þá var röðin komin að Patrick van Aanholt. Þetta reyndist lokamark leiksins og 2-1 sigur Crystal Palace staðreynd.


Þessi úrslit þýða það að Stoke mun spila í Championship-deildinni á næstu leiktíð eftir mjög slakt tímabil. Crystal Palace er í 11. sæti með 41 stig og stuðningsmenn þeirra geta verið sáttir.

Leikir dagsins:
14:00 Bournemouth - Swansea
14:00 Leicester - West Ham
14:00 Watford - Newcastle
14:00 West Brom - Tottenham (Stöð 2 sport)
16:30 Everton - Southampton (Stöð 2 sport)

Fjórir leikir verða spilaðir klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni. smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner