Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. júlí 2015 14:40
Arnar Geir Halldórsson
Milos Jojic til Köln (Staðfest)
Milos Jojic yfirgefur Dortmund eftir eins og hálfs árs dvöl
Milos Jojic yfirgefur Dortmund eftir eins og hálfs árs dvöl
Mynd: Getty Images
Serbneski landsliðsmaðurinn Milos Jojic er genginn til liðs við þýska úrvalsdeildarliðið Köln en hann kemur til liðsins frá Borussia Dortmund.

Jojic gerir fjögurra ára samning við Köln en kaupverðið er óuppgefið.

Þessi 23 ára gamli miðjumaður var keyptur til Dortmund í janúar 2014 og átti mjög góða byrjun hjá félaginu en hann skoraði fjögur mörk í tíu leikjum á því tímabili.

Hann náði hinsvegar ekki að fylgja þessari góðu byrjun eftir og mátti sætta sig við mikla bekkjarsetu á síðasta tímabili.

Jojic á 5 A-landsleiki að baki fyrir Serbíu en hann var í lykilhlutverki hjá U-21 árs landsliði Serba á EM U21 sem fram fór á dögunum.

Köln endaði í 12.sæti Bundesligunnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner