Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. júlí 2015 17:00
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Sky 
QPR hafnar tilboði WBA í Matt Phillips
Á leið til WBA
Á leið til WBA
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion á í viðræðum við Queens Park Rangers um kaup á Matt Phillips.

Tilboði WBA, sem er talið hafa hljóðað upp á 5 milljónir punda, hefur verið hafnað af QPR en samkvæmt heimildum Sky vill Lundúnarliðið fá 10 milljónir punda fyrir skoska landsliðsmanninn.

Phillips var einn af fáum ljósum punktum í liði QPR sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Tony Pulis, stjóri WBA, vill styrkja sóknarlínuna en hann missti af Demba Ba á dögunum þar sem Ba ákvað að fara frekar til kínverska liðsins Shanghai Shenhua.

James McClean er eini leikmaðurinn sem hefur gengið í raðir WBA í sumar en hann kom til félagsins frá Wigan og gerði þriggja ára samning.

WBA heldur í æfingaferð til Bandaríkjanna um næstu helgi og vonast Pulis til þess að Phillips verði genginn til liðs við félagið fyrir þann tíma.
Athugasemdir
banner
banner