Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 05. september 2015 05:55
Arnar Geir Halldórsson
Undankeppni EM í dag - Bætir Rooney markamet Bobby Charlton?
Markavél
Markavél
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Zlatan í Rússlandi?
Hvað gerir Zlatan í Rússlandi?
Mynd: Getty Images
Undankeppni EM í Frakklandi heldur áfram að rúlla í dag. Alls níu leikir í þrem riðlum.

Stöð 2 Sport sýnir sex leiki. Klukkan 16 verða Úkraína og Hvíta-Rússland á Stöð 2 Sport 3 en þau lið leika í C-riðli.

Á sama tíma verður enska landsliðið í eldlínunni í San Marínó þar sem Wayne Rooney gæti bætt markamet Bobby Charlton en Charlton skoraði 49 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma. Rooney er kominn með 48 mörk.

Þá verður Zlatan Ibrahimovic í eldlínunni í Moskvu þar sem Rússland tekur á móti Svíþjóð í mikilvægum leik í C-riðli.

C-riðill
16:00 Úkraína - Hvíta-Rússland (Stöð 2 Sport 3)
16:00 Lúxemborg - Makedónía
18:45 Spánn - Slóvakía (Stöð 2 Sport)

E-riðill
16:00 San Marínó - England (Stöð 2 Sport 2)
16:00 Eistland - Litháen
18:45 Sviss - Slóvenía (Stöð 2 Sport 3)

G-riðill
16:00 Rússland - Svíþjóð (Stöð 2 Sport)
18:45 Austurríki - Moldavía (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Svartfjallaland - Liechtenstein

Athugasemdir
banner
banner
banner