Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 06. maí 2015 17:37
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Barca og Bayern: Lewandowski með grímu
Lewandowski með grímuna.
Lewandowski með grímuna.
Mynd: Getty Images
Það verður mikið um dýrðir á Nývangi klukkan 18:45 þegar flautað verður til leiks Barcelona og Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en um er að ræða fyrri viðureign þessara liða.

Sjá einnig:
Meistaraspáin

Pep Guardiola mætir með Bæjara á sinn gamla heimavöll en pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski er búinn að skella á sig hlífðargrímu og er til í slaginn eftir að hafa brotið nef og kjálka í árekstri í tapleiknum gegn Borussia Dortmund í bikarnum.

Varnarmaðurinn Jeremy Mathieu verður ekki með Barcelona í kvöld. Hjá Bayern eru Arjen Robben, Franck Ribery, David Alaba og Holger Badstuber fjarri góðu gamni.

Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar eru á sínum stað í sóknarlínu Börsunga.

Fylgst verður með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen; Alves, Piqué, Mascherano, Alba; Busquets, Iniesta, Rakitic; Messi, Suárez, Neymar.

Byrjunarlið Bayern. Neuer; Rafinha, Boateng, Benatia, Bernat; Müller, Lahm, Alonso, Schweinsteiger, Thiago; Lewandowski.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner