Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. maí 2015 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Yahoo 
Maradona: Blatter ræður öllu en veit ekki neitt
Diego Maradona var valinn besti knattspyrnumaður 20. aldarinnar ásamt hinum brasilíska Pele.
Diego Maradona var valinn besti knattspyrnumaður 20. aldarinnar ásamt hinum brasilíska Pele.
Mynd: Getty Images
Diego Armando Maradona var harðorður í garð Sepp Blatter í nýlegu viðtali þar sem hann lýsti yfir stuðningi sínum við jórdanska prinsinn Ali Bin Al-Hussein sem er í kapphlaupinu um forsetastöðu FIFA.

Blatter, núverandi forseti FIFA, hefur verið gagnrýndur harkalega í langan tíma og sparaði Maradona ekki stóru orðin.

„Ef ég tryði því ekki að Prince Hussein yrði góður forseti þá væri ég ekki hér," sagði Maradona í viðtali við Guillem Balague.

„Knattspyrnuheimurinn veit að það ríkir algjört stjórnleysi innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins þar sem aðeins einn maður (Blatter) ræður öllu.

„Þessi maður veit ekki neitt og þar af leiðandi er kominn tími á breytingar. Hann hefur skaðað knattspyrnuheiminn mikið og það er kominn tími á að hann stígi niður.

„Blatter er hræddur um að fá ekki sinn part af kökunni og það truflar mig mjög mikið. Ég spilaði á fjórum Heimsmeistaramótum og þar elti ég boltann á meðan Blatter er að elta kampavínið."

Athugasemdir
banner
banner