Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   mið 06. desember 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Jordi Gomez: Ísland getur komið aftur á óvart á HM
Gomez spilaði með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Gomez spilaði með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Jordi Gomez lék í enska boltanum í átta ár áður en hann færði sig um set í sumar og samdi við Levski Sofia í Búlgaríu.

Hinn 32 ára gamli Gomez spilaði með Swansea, Wigan, Sunderland og Blackburn á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni og Championship deildinni.

Gomez hefur eins og aðrir fylgst með uppgangi íslenska landsliðsins undanfarin ár.

„Allir vita að Ísland stóð sig frábærlega á EM og núna er liðið á HM. Íslandi gengur vel og liðið er að standa sig vel," sagði Gomez í viðtali við Fótbolta.net.

Ísland er á leið á HM næsta sumar og Gomez gæti vel séð annað ævintýri í uppysiglingu þar.

„Ísland stóð sig frábærlega á EM og hver veit? Þeir eru að gera réttu hlutina og eru með gott lið. Kannski geta þeir komið aftur á óvart."

Hjá Levski Sofia spilar Gomez með Hólmari Erni Eyjólfssyni sem leikur í vörn liðsins.

„Hann er mjög góður náungi. Ég kann mjög vel við hann. Hann er að standa sig frábærlega með okkur. Við erum að halda hreinu og fáum ekki mörg mörk á okkur. Hann er að standa sig frábærlega," sagði Gomez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner