Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 07. júlí 2015 23:09
Daníel Geir Moritz
Þorvaldur Örlygs: Tímabilið eins og ég bjóst við bara
Þorvaldur bjóst ekki við meiru af HK
Þorvaldur bjóst ekki við meiru af HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, var nokkuð brattur þrátt fyrir að lið hans hafi tapað 1-3 fyrir gamla liði hans, Fjarðabyggð.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 Fjarðabyggð

„Það þarf að skora mörk til að vinna leiki. Spilamennskan var mjög góð að mörgu leyti. Betri spilkaflar en í undanförnum leikjum og líklega ekki fengið eins mörg færi í leik í sumar.“

HK hefði átt að jafna metin þegar Guðmundur Magnússon fékk algjört dauðafæri. „Við fáum færi á svona krítískum mómentum, við erum í dauðafæri og getum sett hann inn og svo allt í einu fáum við mark í bakið á klaufalegan hátt og tvö núll. Mér fannst samt þegar við fengum vítið í stöðunni 3-0 við getað jafnað leikinn, við vorum með þannig control á leiknum.“

HK kýldi boltann oft yfir miðjuna og reyndu leikmenn liðsins að finna Guðmund Atla sem er talsvert hærri en varnarmenn Fjarðabyggðar. Aðspurður hvort það hafi verið uppleggið stóð ekki á svari hjá Þorvaldi: „Nei, það var ekki.“

Búist var við að HK myndu blanda sér í toppbaráttu í sumar en raunin hefur verið allt önnur og er liðið aðeins með 12 stig eftir 10 leiki. Þorvaldur bjóst þó ekki við meiru af liðinu. „Tímabilið er eins og ég bjóst við bara. Ég veit ekki hvað aðrir búast við enda skiptir það mig engu máli. Þetta er það sem ég bjóst við. Við eigum bara langt í land með margt hjá félaginu og við höldum bara áfram.“

Athugasemdir
banner
banner