Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. desember 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal gæti mætt Bayern í 16-liða úrslitunum
Arsenal og Bayern gætu mæst.
Arsenal og Bayern gætu mæst.
Mynd: Getty Images
Arsenal tryggði sér í gær sigur í A-riðli Meistaradeildarinnar. Arsenal sigraði Basel örugglega 4-1 á meðan PSG gerði jafntefli við Ludogorets.

Þetta er í fyrst sinn síðan tímabilið 2011/2012 sem Arsenal vinnur sinn riðil. Undanfarin ár hefur Arsenal í öðru sæti í riðlakeppninni og mætt þá liði sem sigraði riðil í 16-liða úrslitum.

Bæði 2013 og 2014 datt Arsenal út eftir tap gegn þýsku meisturunum í Bayern í 16-liða úrslitunum. Bayern endaði í öðru sæti í D-riðli í gær og stuðnigsmenn Arsenal óttast nú að dragast gegn þýska stórliðinu í 16-liða úrslitum.

Í 16-liða úrslitunum dragast sigurvegarar í riðlunum á móti liðum í 2. sæti en lið frá sama landi geta ekki mæst. Arsenal getur því ekki mætt Manchester City sem endaði í 2. sæti í C-riðli en nokkur önnur mjög sterk lið gætu hins vegar endað í 2. sæti í riðli sínum.

Í kvöld klárast fjórir seinni riðlarnir en þá skýrist meðal annars hvort Dortmund eða Real Madri vinnur F-riðil. Þá kemur í ljós hvort Sevilla eða Lyon fylgir Juventus áfram úr H-riðli sem og hvaða lið vinnur þann riðil. Porto og FC Kaupmannahöfn berjast síðan um 2. sætið í G-riðli en Leicester er búið að vinna þann riðil.

Sigurvegarar í riðlum: Arsenal (Riðill A), Napoli (B), Barcelona (C), Atlético (D), Monaco (E), Leicester City (G)
Komin áfram í 2. sæti: Paris (A), Benfica (B), Manchester City (C), Bayern (D), Bayer Leverkusen (E)
Lið sem eru komin áfarm: - Dortmund (F), Real Madrid (F), Juventus (H)
Geta komist áfram í kvöld: Porto (G), FC Kaupmannahöfn (G), Sevilla (H), Lyon (H)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner