Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. desember 2016 09:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ronaldo gæti fengið sex ára fangelsisdóm
Ronaldo í veseni með skattayfirvöld.
Ronaldo í veseni með skattayfirvöld.
Mynd: Skjáskot
Eins og fram hefur komið eru spænsk yfirvöld nú að rannsaka Cristiano Ronaldo en hann er grunaður um að hafa stungið 150 milljónum evra undan skatti.

Samkvæmt fréttunum er Ronaldo sagður hafa komið milljónunum undan á reikningum í Sviss og Bresku Jómfrúareyjunum.

Goal.com greinir nú frá því að samkvæmt spænskum lögum geti menn fengið tveggja ára fangelsi fyrir hvert ár sem þeir gerast sekir um að svíkja undan skatti. Þar sem meint svik Ronaldo ná yfir þriggja ára tímabil gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur.

Ólíklegt verður að teljast að Ronaldo komi til með að sitja inni en lögfræðingar hans hafa neitað þessum ásökunum,
Athugasemdir
banner