Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 08. mars 2018 13:40
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Icelandair
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Gylfi fagnar marki gegn Liverpool.
Gylfi fagnar marki gegn Liverpool.
Mynd: GettyImages
„Þetta voru mjög erfiðir tímar í byrjun tímabils en síðan ég kom hingað þá hafa hefur hann bætt frammistöðuna eftir því sem mér er sagt," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, í einkaviðtali við Fótbolta.net í vikunni aðspurður út í frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar á tímabilinu.

Gylfi Þór varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton þegar hann kom til félagsins frá Swansea á 45 milljónir punda í fyrrasumar. Eftir erfiða byrjun var Ronald Koeman rekinn frá Everton og Allardyce tók við liðinu í lok nóvember. Gylfi komst þá á betra skrið líkt og lið Everton en fimm af sjö mörkum hans á tímabilinu hafa komið eftir að Sam tók við.

„Kaupin á Gylfa voru þau stærstu hjá okkur síðustu sumar og það jók pressuna á honum að standa sig. Hann þurfti að takast á við það andlega og ég tel að hann sé búinn að ná því núna," sagði Sam.

„Hann hefur skorað mjög mikilvæg mörk undanfarið og það er það sem við þurfum frá honum, að hann haldi áfram að skora og leggja upp mörk. Því fleiri mörk sem hann skorar því betri möguleika eigum við á að ná í þrjú stig."

Allir vilja spila í tíunni
Gylfi lýsti því yfir í viðtali á Fótbolta.net í vikunni að hann vilji helst spila á miðjunni en í vetur hefur hann mest spilað á vinstri kantinum hjá Eveton.

„Við erum með nokkrar „tíur" þar sem þeir vilja allir spila. Við þurfum að breyta liðinu af og til. Þetta snýst um framistöðuna að mínu mati. Margir leikmenn hafa spilað undir þeirri getu sem ég býst við og þeir búast við af sjálfum sér. Þess vegna hef ég þurft að gera of margar breytingar á liðinu."

„Gylfi segist hafa spilað mikið vinstra megin með íslenska landsliðinu sem og á miðjunni, í stöðu númer tíu eða sem framliggjandi miðjumaður. Við viljum hafa hann ofarlega á vellinum til að hann geti nýtt hæfileika sína í að skapa stoðsendingar og skora mörk."


Vill meira úr föstu leikatriðunum
Föstu leikatriðin hafa ekki skilað miklu hjá Everton á þessu tímabili en á síðasta tímabili lagði Gylfi upp ófá mörk með Swansea með horn og aukaspyrnum.

„Það hafa verið vonbrigði að föstu leikatriðin hafa ekki skapað eins mikið og við erum vanir að sjá frá honum. Vonandi bætist það við leik hans út tímabilið," sagði Sam.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Sam.
Athugasemdir
banner