Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. ágúst 2014 17:49
Arnar Daði Arnarsson
Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður 20. ágúst
Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður 20. ágúst.
Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður 20. ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter í forkeppni Evrópudeildarinnar verður leikinn á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 20. ágúst. Þetta staðfestu Stjörnumenn í samtali við Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Seinni leikurinn verður fimmtudaginn 28. ágúst á San Siro. Það hefur ekki enn verið staðfest klukkan hvað leikurinn verður en tímasetning verður staðfest strax eftir helgi. Upplýsingar um miðastölu á leikinn kemur á sama tíma.

Stjarnan sló út pólska stórliðið Lech Poznan í gærkvöldi og í hádeginu í dag var dregið í næstu umferð. Þar kom í ljós að Stjarnan mætir Inter frá Ítalíu.

Inter hefur lengi verið eitt af stærstu liðum Evrópu en með liðinu leika margir ítalskir landsliðsmenn, auk leikmanna eins og Nemanja Vidic, Hernanes, Fredy Guarin og Rodrigo Palacio.
Athugasemdir
banner
banner