Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. desember 2016 18:02
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Gent áfram á geggjuðu flautumarki
Kalifa Coulibaly skoraði rosalegt mark!
Kalifa Coulibaly skoraði rosalegt mark!
Mynd: Getty Images
Fiorentina komst áfram.
Fiorentina komst áfram.
Mynd: Getty Images
Keppni er lokið í þremur riðlum í Evrópudeildinni. Feitletruð lið komast áfram.

Í H-riðli var gríðarleg dramatík. Allt stefndi í að Braga frá Portúgal kæmist áfram þrátt fyrir tap gegn toppliði Shakhtar Donetsk. Gent þurfti að vinna sinn leik gegn Konyaspor til að komast áfram og skoraði eina mark leiksins í blálokin.

Það mark var ekki af verri endanum, Kalifa Coulibaly tók boltann á kassann við vítateigslínuna en hann snéri þá baki í markið. Hann tók svo góðan snúning og smellhitti knöttinn svo hann söng í netinu. Geggjað mark og Braga úr leik.

Í J-riðli voru það Fiorentina og PAOK Thessaloniki sem unnu sigra í kvöld en þau tvö lið komast í 32-liða úrslit úr þeim riðli.

Í L-riðli fögnuðu Osmanlispor frá Tyrklandi og Villarreal frá Spáni sigrum og jafnframt því að þau verða í pottinum þegar dregið er í 32-liða úrslit næsta mánudag.

H-riðill:

Konyaspor 0 - 1 Gent
0-1 Kalifa Coulibaly ('90 )

Braga 2 - 4 Shakhtar D
0-1 Serhiy Kryvtsov ('22 )
0-2 Taison ('39 )
1-2 Nikola Stojiljkovic ('43 )
1-3 Serhiy Kryvtsov ('62 )
1-4 Taison ('66 )
2-4 Nikola Vukcevic ('89 )

J-riðill:

Qarabag 1 - 2 Fiorentina
0-1 Matias Vecino ('60 )
1-1 Reynaldo ('73 )
1-2 Federico Chiesa ('76 )
Rautt spjald: Federico Chiesa, Fiorentina ('84)

PAOK 2 - 0 Liberec
1-0 Garry Mendes Rodrigues ('29 )
2-0 Dimitris Pelkas ('67 )

L-riðill:

Osmanlispor 2 - 0 Zurich
1-0 Dzon Delarge ('73 )
2-0 Erdal Kilicaslan ('89 )

Villarreal 2 - 1 Steaua
1-0 Nicola Sansone ('16 )
1-1 Vlad Achim ('56 )
2-1 Manu Trigueros ('88 )
Rautt spjald: Gabriel Tamas, Steaua ('79)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner