Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. desember 2016 19:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Lukaku segir enskt félag hafi viljað kaupa sig í sumar
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, framherji Everton, segir að félagið í ensku úrvalsdeildinni hafi sýnt sér mikinn áhuga í sumar en að Everton hafi ekki leyft honum að fara.

Þessi 23 ára Belgi var orðaður við endurkomu í Chelsea í sumar ásamt því Juventus sýndi honum áhuga.

Þjálfari Lukaku hjá Everton, Ronald Koeman var gagnrýndur á dögunum fyrir að halda því fram að framherjinn gæti spilað með Barcelona og myndi á endanum yfirgefa Everton.

„Ég ætla ekki að ljúga, það var félag á Englandi sem vildi kaupa mig í sumar. Starfsfólk Everton sannfærði mig um að vera áfram."

Lukaku segir að enska úrvalsdeildin sé sá titill sem hann vill vinna mest af öllum.

„Það er titilinn sem ég vil. Ég ætla að leggja hart að mér til að vinna ensku deildina. Ég myndi samt ekki segja nei við Ítalíu, Þýskaland, Spánn Frakkland en það þyrftu að vera mjög sérstakar kringumstæður til að ég myndi færa mig þangað," sagði Belginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner