Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 09. október 2017 21:51
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Gylfi: Væri alltaf gaman að fá lið eins og Brasilíu
,,Langþráður draumur sem lítill krakki að verða að verðuleika"
Icelandair
Gylfi fagnar marki sínu í kvöld
Gylfi fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Bara frábær. Geðveikt að vera loksins komnir á heimsmeistaramótið. Langþráður draumur sem lítill krakki að verða að veruleika," voru fyrstu viðbrögð Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir 2-0 sigurinn gegn Kósóvó í kvöld.

Mikil spenna var fyrir leiknum í kvöld og sat þjóðin á öndinni á meðan leiknum stóð. En íslenska liðið sýndi enn einu sinni hvað í þeim býr.

„Það var mikil eftirvænting og mikil spenna í þjóðinni en við náðum nokkuð vel að slaka almennilega á og hugsa eingöngu um leikinn sem var framundan. Við höfum verið í svipaðri stöðu, bæði út í Noregi og gegn Kasakstan. Við erum komnir með ágæta reynslu af svona leikjum.

Gylfi var frábær í leiknum í kvöld, líkt og allt liðið en hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stoðsendingu í því síðara. Smá heppnisstimpill var yfir marki Gylfa en hann rann til þegar hann skaut á markið, en inn fór boltinn og er það sem skiptir máli.

„ Ég rann og ég veit ekki hvort ég skaut í jörðina eða vinstri löppina á mér en hann fór inn. Það var mikill léttir að sjá hann í netinu. Það tók mikla pressu af okkur. Þetta var mikilvægur tími til að skora. Skiptir ekki máli hversu fallegt það er. Getur spurt Jóa Berg. Hann skoraði ekki fallegt mark í síðasta leik en mikilvægt var það."

Strákarnir í landsliðinu ætla að fagna þessum ótrúlega áfanga í kvöld en það eru fáir hér á landi sem eiga það jafn skilið.

„Það verða fagnaðarlæti í kvöld allaveganna. Við ætlum að skemmta okkur vel og fagna þessum áfanga."

Gylfi var ekki byrjaður að hugsa mikið um heimsmeistaramótið og óskamótherja en hann nefndi þó eina þjóð sem hann væri til í að mæta.

„Það væri alltaf gaman að fá lið eins og Brasilíu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner