Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. febrúar 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
Di Marzio: Vissi að Mourinho yrði næsti stjóri Man Utd
Mourinho í sínu fínasta pússi.
Mourinho í sínu fínasta pússi.
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin The Mail, Mirror og Star hafa öll fullyrt að Jose Mourinho hafi sagt við nána vini sína að hann muni taka við Manchester United fyrir næsta tímabil. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio er sá nýjasti til að styðja við þessar sögur.

Er þetta verst geymda leyndarmál fótboltans?

Di Marzio er talinn mjög áreiðanlegur fjölmiðamaður og segir á Twitter að hann hafi vitað það fyrir nokkrum dögum að ákveðið væri að Mourinho yrði næsti stjóri United.

Margir spáðu því að Mourinho yrði arftaki Sir Alex Ferguson 2013 en annað kom á daginn. Hann snéri aftur til Chelsea en var rekinn eftir slæmt gengi á yfirstandandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner